Category Archives: Laugabúð

Öld frá opnun Laugabúðar

Þann 4. desember nk. verða 100 ár liðin frá því, að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.

Guðlaugur rak verslun sína í 76 ár – frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags eða í 74 ár.

Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þó víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði.

Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr.

Húsið Sjónarhóll hefur verið gert upp í þeirri mynd sem það var árið 1919 og í dag er þar rekin lítil ferðamannaverslun yfir sumarmánuðina undir heitinu Laugabúð, en undir því heiti gekk verslun Guðlaugs dags daglega.

Í tilefni þessara tímamóta verður Laugabúð á Eyrarbakka opin mánudaginn 4. desember 2017 frá kl. 15 til 21. Klukkan 16, 18 og 20 verður saga Verslunar Guðlaugs Pálssonar rakin í máli og myndum í búðinni.

Myndin af Guðlaugi er tekin í febrúar árið 1986, en þá átti Guðlaugur 90 ára afmæli. Ljósm.: MKH

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka

husDSC02590

9. ágúst 2014

08:30  Flöggun

11:00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.

11:00 -18:00  Húsið og Sjóminjasafnið. Aldamótatilboð, aðeins 500 kr. í aðgangseyri þennan dag. Í Eggjaskúrnum verður Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni með vatnslitamyndir af gömlu húsunum.

Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.

11:00-17:00 Laugabúð Gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf á aldamótahátíðinni.

12:10 Setning Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra svo vel að ganga til kjötsúpu.

13:00 Pútnahúsið opnar á Stað Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppnihænsnfugla sem fram fer síðdegis.

13:00- 17:00 VESTURBÚÐIN      ??Eitthvað til sölu??

13:00- 17:00 Opin Garðurinn í Hlíðskjálf að Túngötu 57 „KERAMIK-Listsýning og kaffisopi.

13:00- 17:00 Gallerí-Regína Regína með málverkasýningu og handverk á Stórasviðinu á STAÐ og Pönnukökur.

13:00 -17:00 Eyrarbakkakirkja verður opin. Leiðsögn verður og saga kirkjunnar á klukkutíma fresti.

13:00-17:00 Föndur-Hornið Ríkharður Gústafsson bíður heim að Háeyrarvegi 1.

14:00 Kirkjubær – Byggðasafn Árnesinga Kúmenfrúin býður í heimsókn í Kirkjubæ. Gestir fá  stutta fræðslu um kúmen og  gæða sér á kúmenkrydduðu góðgæti. Frítt

15:00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu ,sem söluvöru  og einig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900.

16:30 Heyannir með fyrritímaverkfærum og bundin verður sáta.
Getraun í gangi: Hvert er samheiti á orfi og ljá.Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu.Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.

17:00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað.Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfuglasem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.

17:30  Húsið – Byggðasafn Árnesinga Uni og Jón Tryggvi bjóða upp á ljúfa tóna í stássstofu Hússins. Frítt.

18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillaður verður svín,kindur, kanínur og fleira góðgæti.

22:00 – 02:00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit húsins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.

Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.iswww.husid.comwww.raudahusid.is –  www.eyrarbakki.is og á www.arborg.is .

Myndir frá aldamótahátíðinni 2014. Ljósm.: MKH

husDSC02578

husDSC02609 husDSC02614 husDSC02625 husDSC02633 husDSC02638

Laugabúð opin á Vori í Árborg

Menningarhátíðin Vor í Árborg hefst á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, og stendur í fjóra daga til sunnudagsins 27. Apríl. Að vanda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá um allt sveitarfélagið. Dagskrána má nálgast á vef Sveitarfélagsins Árborgar.

Laugabúð á Eyrarbakka verður opin fimmtudag, laugardag og sunnudag frá klukkan 11:00 til klukkan 17:00. Og að þessu sinni verður menningin í hávegum höfð í Laugabúð og hver veit nema kaupmaðurinn bresti í söng við búðarborðið fyrirvaralaust! Sjáum til.

Látum fylgja með gamla auglýsingu frá árinu 1926, en lagerstjórinn getur ekki lofað að allar þær fjölbreyttu vörur sem þar eru auglýstar fáist enn. En verðið er jafnhagstætt og áður! Og Árnesingar og Rangæingar eru ávallt velkomnir.

laugi_augl_1926

 

 

Laugabúð – sumaropnun

Þá er komið að því að Laugabúð verði opin laugardaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst, nema eitthvað hamli því að kaupmaðurinn standi vaktina. Stundum fáum við þá gestakaupmenn úr höfuðstaðnum til þess að taka á móti fólki.

Það verður opnað aldrei seinna en kl. 13 – oft fyrr,  – og það verður opið til a.m.k. kl. 17.

Og af því að það er laugardagur í dag viljum við vekja sérstaka athygli á gömlu góðu Sunlight sápunni sem fæst nú í Laugabúð – góð til allra þvottaverka.

Sjáumst í Laugabúð í sumar!

Kaumaðurinn og lagestjórinn.

sunlightb

Sumri fagnað í Laugabúð

Það verður opið í Laugabúð á sumardaginn fyrsta frá kl. 12:00 til 17:00. Vorum að taka upp nýjar vörusendingar, bæði utanlands frá og úr höfuðstaðnum Reykjavík. Endilega kíkið við.

Það verður jafnframt ýmislegt um að vera á Bakkanum á sumardaginn fyrsta.

Konubókastofan verður opnuð með hátíð í Rauða Húsinu á Eyrarbakka klukkan 16. Gerður Kristný og Auður Jónsdóttir munu lesa úr verkum sínum, Helga Kress prófessor og heiðursgestur opnunarinnar mun flytja ávarp, og eins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur. Elín Finnbogadóttir mun fjalla um tengsl sín við verk Guðrúnar frá Lundi.

Tónlistaratriði í flutningi Karenar Hafþórsdóttur og Jóhannesar Erlingssonar og síðan mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opna konubókastofuna formlega.

Þá er rétt að geta þess  að Kvenfélag Eyrarbakka verður 125 ára 25. apríl 2013.

Myndin er tekin af Guðlaugi Pálssyni í dyrum verslunar sinnar að vorlagi 1984.

Guðlaugur Pálsson í dyrum verslunar sinnar (1984). Ljósm.: MKH

Guðlaugur Pálsson í dyrum verslunar sinnar (1984). Ljósm.: MKH