KK

KK í Óðinshúsi

Kristján Kristjánsson mun heiðra Eyrbekkinga og nærsveitunga með nærveru sinni og tónlist föstudaginn 21. ágúst næstkomandi.

KK hefur fyrir löngu spilað sig inní íslenska þjóðarsál og því er um einstakt tækifæri að ræða til að fá að upplifa manninn og listina í návígi.

Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Frítt inn en frjáls framlög vel þegin.

Haldnir hafa verið nokkrir tónleikar í Óðinshúsi í sumar og hefur stemningin verið dásamleg. Þarna er hægt og koma og njóta tónlistar í sinni tærustu mynd án barglaums og dægurþrass.

Í Óðinshúsi er einnig myndlistarsýning helgina 21.-23. ágúst. Þar sýna myndlistarkonurnar Charlotta, Helga, Ásdís og Kolbrún.

Það má því búast við töfrandi stemningu við hafið á Eyrarbakka. KK mun leika af fingrum fram umvafinn list og fegurðarinnar sem Eyrarbakki hefur ávallt verið rómaður fyrir.

Óðinshús hlaut nýverið Menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Í Óðinshúsi verður boðið uppá ýmsa menningarviðburði í sumar. Hjónakornin UniJon eru forsvarsmenn menningarstarfs í Óðinshúsi, en þau bjuggu áður í Merkigili þar sem þau stóðu fyrir tónleikahaldi í nokkur ár.
Nánari upplýsingar um Óðinshús má nálgast á: https://www.facebook.com/odinshus