Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn

bakkinn

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn
Eyrarbakka og Stokkseyri
21.-24. apríl 2016

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verður haldin í þriðja sinn 21.-24. apríl nk.
Tónlistarhátíðin verður að mestum hluta á Eyrarbakka en í ár bætist við tónleikastaðurinn Orgelsmiðjan á Stokkseyri.
Tónlistarfólkið sem kemur fram er ekki af verri endanum – en þau eru: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Lay Low, Valgeir Guðjónsson, Magnús Þór Sigmundsson, Skúli mennski, Íkorni, Þjóðlagasveitin Kólga, UniJon, Amber, Myrra Rós og Vargur.
Tónleikarnir í ár verða í Óðinshúsi, Eyrarbakkakirkju, Rauða húsinu, Húsinu á Eyrarbakka og svo í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri.
Það má búast við tónlistarveislu og notalegri stemningu við ströndina næstu helgi!

Frítt verður inn á alla viðburði – en frjáls framlög eru vel þegin!
Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.bakkinn.org

 

Bakkinn dagskrá 2016

Fimmtudagurinn 21.apríl – Sumardagurinn fyrsti
Kl 14:00 Samsöngur í Húsinu
– Bakkinn settur

Kl 17:00 Rauða húsið – Norðursalur 2 hæð
Valgeir Guðjónsson – Saga Music ný sagnatónlist frumflutt

Föstudagurinn 22.apríl
Kl 20:00 Eyrarbakkakirkja
Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson

Laugardagurinn 23.apríl
Kl 14:00 Húsið
Amber

Kl 16:00 Óðinshús
UniJon
Lay Low

Kl 20:00 Óðinshús
Íkorni
Þjóðlagasveitin Kólga
Skúli Mennski
Magnús Þór

Sunnudagurinn 24.apríl
Kl 16:00 Orgelsmiðjan Stokkseyri
Myrra Rós
Vargur frá Stokkseyri

Frítt er inná alla viðburði – en frjáls framlög vel þegin.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.bakkinn.org