Könnun um atvinnuþróun

Kæru Eyrbekkingar!

Hér fyrir neðan má finna örfáar spurningar til að kanna hug íbúa Eyrarbakka til mögulegrar atvinnuþróunar. Könnun þessi á ekki að taka lengri tíma en 5 mínútur og eru öll svör órekjanleg.

Þessi könnun er í tengslum við þróunarverkefnið Þorpið sem Vigdís Sigurðardóttir og Drífa Pálín Geirs standa fyrir og er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitafélaga.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda fyrirspurn á tölvupóstfangið thorpideyrarbakki@gmail.com

Könnunin:

https://hvsredcap.hi.is/surveys/?s=H9PEEXFMFR