Stofnarnir á Eyrarbakka

Nokkrar stofnanir eru starfræktar á Eyrarbakka. Sumar starfa á vegum Sveitarfélagsins Árborgar (leikskóli og barnaskóli), aðrar á vegum ríkisins (fangelsið og heilsugæslustöðin) og enn aðrar á vegum félagasamtaka (dvalarheimilið). Þá er ónefnd elsta stofnunin sem starfar á Bakkanum en það er kirkjan – ein af elstu stofnunum samfélagsins.