Leikskólinn á Eyrarbakka

Nafn: Leikskólinn Brimver
Heimilisfang:  Túngata 39
Póstfang: 820 Eyrarbakka
Símanúmer: 483-1386
Netfang: brimver@arborg.is

Heimasíða leikskólans.

Leikskólastjóri sameinaðs Brimvers á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri: M. Sigríður Jakobsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Auður Elín Hjálmarsdóttir

Leikskólinn hóf starfsemi sína 17. mars 1975, en er nú í viðbyggðu og endurnýjuðu húsnæði sem var formlega tekið í notkun 29. ágúst 1999. Leikskólinn býður upp á 4- 9 tíma dvöl sem skiptist í fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. 39 börn geta dvalist samtímis í leikskólanum.

Hugmyndafræði leikskólans
Uppeldislegar áherslur byggjast á hugmyndafræði Loris Malaguzz uppeldisfræðings frá borginn Reggio Emilia á Ítalíu. Starfsfólk leikskólans Brimvers leggur aðaláherslu á að skapa gott félagslegt andrúmsloft þar sem börn og starfsmenn fá notið sín og þroskað sína góðu eiginleika fordómalaust.
Eftirfarandi atriði eru grundvöllur markmiða menntunar í Reggio aðferðinni:

Ímynd barnsins.
Hugmyndir um menntun.
Hvernig verður þekking til.
Hvernig þróast nám.Í hugmyndafræði Reggio Emilia læra börnin í samskiptum við hvert annað og hinn fullorðna með því að skiptast á skoðunum og ræða málin. Þannig byggir barnið upp þekkingu sína.Markmið leikskólans
Að barnið kynnist leik og leikgleði.
Að barnið öðlist færni í samskiptum í hóp.
Að barnið læri að meta hreyfingu og þá ánægju sem hreyfing veitir.
Að barnið kynnist listrænni sköpun.