Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2023

Föstudagur – 23. júní

kl.17:00 Jónsmessubolti Umf Eyrarbakka – Kíló

Mæting við Garðstún bakvið Húsið. Skráning á staðnum.
Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Pylsur og drykkir í boði að lokinni keppni

kl. 19:00 Fornbílaklúbbur Íslands

Félagar úr Fornbílaklúbb Íslands rúnta í gegnum þorpið

kl. 20:00 Skrúfan

Tónleikar | Fljúgandi Villisvín. Aðgangseyrir, selt inn við hurð

Laugardagur – 24. júní

kl. 12:00 SETNING JÓNSMESSU 2023 | Sjóminjasafnið

Latibær

kl. 13:00 – 15:00 HÁTÍÐARHÖLD VIÐ GARÐSTÚN

  • Hoppukastalar frá Hopp og Skopp
  • Skapandi sumarstörf í Árborg | Ungmenni úr Árborg með tónlistaratriði og verk til sýnis
  • Frí andlitsmálun
  • Víkingatjald | Kynning og sala
  • Slökkviliðsbíll kemur og kíkir á okkur og möguleiki á sjúkrabíl og lögreglubíl
  • Karamellukast | á Garðtúni

kl. 11:00 – 17:00 | OPIN HÚS

  • Skrúfan | Býður upp á kynningu á sinni starfsemi sem og föndur fyrir alla fjölskylduna. Hafnarbrú 3
  • Kastalinn | Vintage munir og garðsala. Hjallavegi 3

kl. 12:30 Hestvagnaferðir

Malin Widarsson býður gestum á rúntinn frá torginu

kl. 13:00 – 16:00 Jónsmessukaffihús

Kjallarinn í Rauða Húsinu, Búðarstígur 4

kl. 13:00 Þjóðdansfélag Reykjavíkur

Færa okkur hátíðargleðina með danssýningu í garðinum við Húsið

kl. 13:30 Kjötsúpa í boði Rauða húsins

Frí ef mætt er með ílát á meðan birgðir endast

kl. 13:30 Postularnir, Bifhjólasamtök Suðurlands

Keyra um bæinn og stoppa við Sjóminjasafnið

kl. 14:00 Slökkvibíllinn og Fergusoninn hans Óla í Mundakoti

Verða á ferðinni um þorpið

kl. 14:00 – 16:00 | OPIN HÚS

  • Margrét og Jón Hermann bjóða heim á pallinn, heitt á könnunni og steinasafn til sýnis. Hulduhóll 10
  • Auður og Rúnar bjóða heim á pallinn, gott spjall og að sjálfsögðu heitt á könnunni. Hulduhóll 24
  • Jónína Óskarsdóttir tekur á móti gestum í Eyri á Eyrargötu 39
  • Kartöflugeymslan | Pop-up markaður og heitt á könnunni til kl. 17:00
  • Hafdís Brands | Keramik vinnustofa. Túngata 2 til kl. 18:00

kl. 19:30 Samsöngur í Húsinu

Við syngjum saman úr skólaljóðunum. Heimir Guðmundsson leikur undir á eitt elsta píanó á Suðurlandi

kl. 20:30 Jónsmessubrenna í fjörunni

Brennustjóri og eldgleypir Andri Geir. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson heldur uppi fjörinu

kl. 23:00 Rauða húsið | Jónsmessuball á efstu hæð

Grétar Lárus Matthíasson heldur uppi stuði. Opið fram á rauða nótt og stemming eftir því!
Aldurstakmark 20 ára, miðaverð 1.500 kr.

Verslunin Bakkinn | Hefðbundinn opnunartími og Jónsmessu tilboð alla helgina
Byggðasafnið | Söfnin opin frá kl. 10 – 17 frítt aðgengi
Laugabúð | Opið alla helgina.
Rauða húsið | Opið alla helgina kl. 12 – 21
Frítt að veiða í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 23. – 25. júní 2023