Byggingarár: 1898
EIGANDI
1898 Einar Jónsson
Húsið var byggt af Einari Jónssyni (1857–1948) járnsmið og konu hans Oddnýju Guðmundsdóttur (1866–1922) árið 1898. Þau höfðu flutt til Eyrarbakka ofan af Skeiðum sama ár, en Einar hafði verið bóndi á Álfsstöðum. Einar vann við smíðar bæði á járn og tré eftir að hann flutti til Eyrarbakka. Ásjóna Einars Jónssonar varð þjóðkunn þegar Jón Kaldal tók af honum mynd sem birtist í fjölda bóka og blaða. Hann varð að táknmynd hins skeggprúða öldungs.1
Húsinu er lýst þannig nýbyggðu:
Timburíbúðahús Einars Jónssonar frá Álfstöðum 9 al langt 7 al breitt með járnþaki. báðir gaflar og suður veggur járnklætt trjeveggur að norðan og skúr. Inni er húsinu skift í 3 herbergi. Baðstofu. Kamers og Eldhús.- með stórri eldavjel. (stendur á Stóruháeyrarlóð) Kr. 700.2
Fjölskylda Einars bjó í húsinu þar til Einar og Oddný fluttu til Reykjavíkur árið 1925 og var húsið rifið þrem árum seinna 1928.3
Frá götunni að Grund lá stígur sem gekk undir heitinu Grundarstígur.
ILB

Ljósmyndari óþekktur. Byggðasafn Árnesinga.
- 85 ára Einar Jónsson frá Eyrarbakka. Alþýðublaðið 3.10.1942, s. 7.
- ÞÍ. Endurskoðunarskjöl. Manntalsreikningar. Árnessýsla. 1899.
- ÞÍ Brunabótafélag Íslands 2012 Eyrarbakkaumboð, BA-0004, 1916-1920, s. 143.