Byggingarár: 1897
Timburhús.
EIGENDUR
1897 J. R. B. Lefolii
1918 Einarshöfn hf.
1918 Júlíus Ingvarsson
Eitt þeirra nýju húsa sem tekið er til virðingar í árslok 1897 er íshús Lefoliiverslunar. Því er lýst þannig:
Íshúsið 16. al. langt. 12. al. breitt smíðað úr trjé með 2 skúrum áföstum húsinu og undir sama þaki, 4. al á breidd út frá húsinu annan við gafl. hinn er við suðurhliðvegg. verður því breidd hússins 16. al. lengd 20 al. að skúrunum meðtöldum Innrjetting í húsi þessu er skift í 2 herbergi annað til að geyma í ísinn hitt til að frysta í. lengd þess 5½ al breidd 12 al. Ísgeymsluherbergið er 10½ al á lengd. 12 al á breidd. hús þetta er með vanalegri tvöfaldri borðaklæðningu og stoppað með trjesagi. Þakið jarnvarið austurgafl og suðurhiðveggur hitt annað borðaklæðning. Hús þetta er eign stórkaupmanns J. R. B. Lefolii.1
Mikil vakning var í byggingu íshúsa undir lok 19. aldar. Þekkingin barst með Vestur-Íslendingum sem kynnst höfðu þessari aðferð til geymslu á matvælum vestanhafs. Íshúsið á Eyrarbakka virðist hafa þjónað tvennu hlutverki. Verslunin geymdi beitu aðallega síld og seldi hana til formanna og útgerðaraðila.2 Jafnframt var geymd kjötvara í íshúsinu en óljóst er hvort að það var eingöngu kjöt frá versluninni sem var til sölu eða hvort að heimaaðilar höfðu aðgang að íshúsinu gegn greiðslu eins og síðar tíðkaðist.

Ljósmyndari óþekktur. Einkasafn Jónínu Jónsdóttur frá Búðarstíg.
Þegar húsið er metið í tengslum við Brunabótafélagið 1916 er húsið verulega farið að láta á sjá. Þar segir:
Í því eru ís- og frystiklefar mjög gallaðir af fúa, sem og öll norðurhlið og undir-stokkar hússins.3
Húsið var rifið haustið 1918.
ILB
- ÞÍ. Skjalasafn Endurskoðunarinnar. Manntalsgögn. Árnessýsla 1898.
- Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns ÞÞ 14986.
- ÞÍ. Brunabótafélag Íslands 2012 Eyrarbakkaumboð, BA-0004, 1916–1920, bls. 4.