Frambæjarhús yngra
Byggingarár: 1890
Timburhús
EIGENDUR
1880 Andrés Ásgrímsson
1885 Jón Sveinbjörnsson
Andrés Ásgrímsson (1841–1883) er titlaður bóndi á Litlu-Háeyri árið 1876 þegar hann kvænist Málfríði Þorleifsdóttur (1858–1918) frá Stóru-Háeyri. Bæði voru þau fædd á Eyrarbakka. Þremur árum seinna byggði Andrés íbúðarhús á Litlu-Háeyri og er þá titlaður verslunarmaður við Lefoliiverslun.
Engin lýsing fylgir virðingu á húsinu, en það er skilgreint sem íbúðarhús en ekki bær og virt á 1.000 kr.1 Andrés féll frá árið 1883 en engin breyting á eignarhaldi hússins er skráð í virðingarbækur fyrr en Málfríður giftist aftur árið 1885 Jóni Sveinbjörnssyni (1859–1911) yngismanni. Eftir það er hann skráður fyrir húseigninni.
Málfríður og Jón bjuggu í húsinu til 1890 en þá höfðu þau byggt nýtt hús á Litlu-Háeyri, væntanlega á lóð hins fyrra.
Engin ljósmynd er til af húsinu.
ILB
- ÞÍ. Endurskoðun REV. B. III. 3.