Sölkutóft

BÆR ÍVARS GEIRSSONAR

Byggingarár 1915

Bær, þak og þil járnklædd en veggir úr grjóti.

EIGENDUR
1915 Ívar Geirsson
1921 Jóhannes Jónsson


Ívar Geirsson (1867–1951) formaður og sláttumaður og kona hans Jónína Margrét Þorsteinsdóttir (1879–1959) höfðu búið í Sölkutóft frá árinu 1908. Hann var úr Reykjavík en hún frá Litlu-Háeyri. Þau byggðu sé bæ árið 1915, sem var tvær burstir. Baðstofa og bæjardyr og geymsla. Brunavirðing Eiríks Gíslasonar er þannig:

Baðstofa 5,6 × 2,7 Veggh. 1,7 ris 1,4. Járnþak pappi á þili grjótveggir. Skipt í baðstofu og eldhús 1 eldavjel 60 kr Leirrör ný. Bæjardyr og geymsla 7 × 2. Vhæð 1,5 ris 1,2, torf og raftur […] Þil 2, Nýtt og vandað 710 (kr).1
Bæjardyrnar voru sambyggðar fjósi frá austurbænum í Sölkutóft en baðstofan var sambyggð eldhúsi frá þeim bæ.

Það vekur athygli að byggðir torfbæir sem þessi skuli byggðir svo seint, en Sölkutóft er á jaðri byggðarinnar á Eyrarbakka.

Samkvæmt sóknarmanntali var ekki lengur búið í þessum bæ árið 1927.2 Bærinn var rifinn árið 1931.3

Engin mynd er þekkt af húsinu.

Tilgátuteikning af Sölkutóft Ívars Gerissonar byggð á uppmælingu og lýsingu Eiríks Gíslasonar við brunabótamat árið 1916. Horft frá suðvestri. Bærinn er sambyggður íbúðarhúsi og útihúsum frá austurbænum í Sölkutóft. MKH.

ILB ©


  1. Eiríkur Gíslason. Brunabótamat á Eyrarbakka 1916–1929. Ljósrit í fórum höfunda.
  2. ÞÍ. Stokkseyri í Flóa / Eyrarbakki – prestakall 0000 BC/9-1-1. Sóknarmanntal 1917–1931, bls. 305.
  3. ÞÍ. Brunabótafélag Íslands 2012 Eyrarbakkaumboð, BA-0004, 1916–1920, bls. 132.