Horfin hús

Gömlu Traðarhús í Skúmsstaðahverfi
Gömlu Traðarhús. Ljósmyndari óþekktur. Einkasafn Kristínar Vilhjálmsdóttur.

Á undanförnum áratugum hefur verið skrifað um eldri hús á Eyrarbakka á ýmsum stöðum, bæði á prenti eins og í húsakönnun Lilju Árnadóttur og á netinu á eyrarbakki.is og arborg.is.

Umfjöllunin hefur verið bundin við hús sem enn standa og setja svip sinn á okkar ágæta þorp. Minna hefur verið fjallað um horfin hús sem áður stóðu í þorpinu en hafa vikið af ýmsum ástæðum.

Á næstu mánuðum er áformað að birta hér á eyrarbakki.is umfjöllun um nokkur horfin hús til fróðleiks og skemmtunar. Á listanum um horfin hús eru rétt tæplega 90 hús.

Ef fólk hefur athugasemdir eða getur fært eitthvað til betri vegar sem missagt er er því tekið með þökkum. Gott væri að fá athugasemdir sendar á netfangið: husasaga (@) eyrarbakki.is .

Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson hafa tekið saman upplýsingar og ritað umfjöllun um einstök hús. Á listanum yfir horfin hús á Eyrarbakka eru yfir 80 hús.

Stærðir húsa voru áður fyrr gefnar upp í álnum. Mælieiningin alin var mislöng eftir tímabilum. Árið 1776 var dönsk alin löggilt hér á landi með konunglegri tilskipun. Var hún 24 þumlungar eða 62,77 sentimetrar að lengd og er við það miðað hér.

Listi yfir þau hús sem fjallað er um mun birtast hér að neðan og verður húsum bætt á listann eftir því sem verkinu vindur fram. Smellið á viðkomandi hús og þá opnast ný síða með umfjöllun um það hús:

Akur – Gamli-Akur – Litli-Akur

Austurbúð

Ásgarður

Barnaskólahús á Skúmsstöðum

Brunaskúrinn

Bræðrafélagshúsið

Búðarhús

Búðarstígur – Tindastóll

Einarshöfn X

Dagsbrún

Fjölnir

Garðbær – Gissurar Bjarnasonar

Garðbær – Ingvarsbær

Garðbær – Guðmundarhús

Garðhús – Halldórsbær – Pétursbær

Góðtemplarahúsið

Grund

Gunnarshús – Leifseyri – Eima

Götuhús

Hólmsbær

Höfn (eldri)

Ingólfur – veitingahús

Íshúsið  (Lefolii-verslunar)

Jóhannshús

Litla-Háeyri – Eiríksbær

Litla-Háeyri – Frambæjarhús yngra

Melshús – Skúmsstaðir

Oddsstaðir

Samúelshús

Sandgerði

Skúmsstaðir / Mangabær

Slökkviáhaldaskúr við Háeyri

Steinsbær (eldri)

Steinskot II

Stíghús 2

Timburgeymsluhús  Sigurjóns P. Jónssonar

Vegamót

Vinaminni

Zephyr

Þórsmörk – Trésmiðjan