Fréttir og viðburðir

Viðbót við horfin hús á Eyrarbakka

Nú er nokkuð um liðið síðan bætt var síðast við umfjöllun um horfin hús á Eyrarbakka.

Í dag var bætt við eftirtöldum húsum:

Akur II  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/akur-ii/

Garðbær – Bær Jóhanns Fr. Jónssonar  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/gardbaer-7/

Garðhús – Péturshús  https://eyrarbakki.is/husin-a-bakkanum/gardhus/

Litla-Háeyri – Frambær  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/litla-haeyri-2/

Litla-Háeyri – Frambæjarhús eldra  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/litla-haeyri-3/

Merkisteinn – Eystri-Merkisteinn nýrri  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/merkisteinn-4/

Mundakot – Bær Árna Jónssonar  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/mundakot-2/

Norðurkot – Bær Jóns Jónssonar  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/nordurkot/

Nýibær  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/nyibaer/

Sandvík – Bær Jóhanns Guðmundssonar  https://eyrarbakki.is/horfin-hus/sandvik-2/

Við vonum enn að þið hafið gaman af. Kærar kveðjur af Bakkanum.

Saga fangelsismála á Eyrarbakka lengist

Við þær rannsóknir sem nú standa yfir á þróun byggðar á Eyrarbakka á fyrri tíð kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Lengi hefur verið gengið út frá því að rekstur fangelsis á Eyrarbakka hafi byrjað þegar ríkissjóður keypti spítalabygginguna í Fælu af Landsbankanum og breytti í fangelsi árið 1929.

Á uppdrætti af Stóru-Háeyrihverfinu frá árinu 1888 er lítið hús dregið nokkru vestan við Stóru-Háeyrarbæinn og merkt Fangahús. Þetta hús lét sýslusjóður Árnessýslu reisa vorið 1888 og rak það til ársins 1897 þegar það var tekið niður og annað hús, Fangaklefi, var reist annars staðar á Stóru-Háeyrarlóðinni. Fangahúsið var notað til þess að hýsa sakamenn og gæsluvarðhaldsfanga um skamman tíma meðan á prófunum lögregluréttar Árnessýslu stóðu yfir.

Fangahúsið er nr. 10 á uppdrættinum og Stóru-Háeyrarbærinn nr. 14a.

Um Fangahúsið má lesa á Eyrarbakka-vefnum undir Horfin hús.

Til viðbótar hafa bæst við umfjallanir um eftirtalin hús:

Nýr slökkvibíll

Árið 1983 keypti Eyrarbakkahreppur „nýjan“ slökkvibíl fyrir Slökkvilið Eyrarbakka. Hann kom í stað slökkvibíls sem keyptur var árið 1957 og var sá kominn til ára sinna.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru daginn sem slökkvibíllinn kom í þorpið og sá gamli var kvaddur með stæl á bryggjunni á Eyrarbakka.

Gísli Sigurðsson slökkviliðsstjóri.
Slökkviliðsmennirnir Jón Sigurðsson og Pálmar Guðmundsson. Það er mikill kraftur á vatninu enda „nýi“ slökkvibíllinn með kraftmiklar dælur.
Margir fylgjast með slökkviliðsæfingunni.
Böðvar Sigurjónsson slökkviliðsmaður við brunaslöngurnar.
Tvær kynslóðir slökkvibíla – annar Chevrolet árg. 1942, hinn breskur Bedford árg. óþekkt.
Gísli Sigurðsson slökkviliðsstjóri á Eyrarbakka 1979-1989 við gamla slökkvibílinn, Chevrolet 1942, sem keyptur var 1957 til slökkviliðsins.

Umfjöllun um horfin hús

Fimm hús til viðbótar.

Í dag var bætt við umfjöllun um fimm horfin hús á Eyrarbakka.

Húsin eru:

Vonandi hafa gestir á Eyrarbakkavefnum gaman af þessari umfjöllun.

Athugsemdir og leiðréttingar eru vel þegnar á netfangið: husasaga@eyrarnbakki.is

Tilgátuteikning af Merkisteini eystri – eldra húsinu.

Fimm horfin hús

Í dag var bætt við umfjöllun um fimm horfin hús á Eyrarbakkasíðunni undir Horfin hús. Húsin eru:

  • Garðbær – Ísakshús
  • Garðbær – Tótubær
  • Garðbær – Völubær
  • Hausthús
  • Járnsmiðja

Þess er vænst að þið hafið gaman af. Ef það eru einhverjar athugasemdir má senda þær á netfangið husasaga@eyrarbakk.is.

Vonandi hafa allir það gott á þorranum.

Ný umfjöllun um horfin hús

Á nýbyrjuðu ári sendum við gestum á Eyrarbakkavefnum http://www.eyrarbakki.is okkar bestu óskir um farsæld og gott gengi á árinu 2024.

Í dag var bætt við umfjöllun um fimm horfin hús á vefinn. Þau eru:

Við vonum að fólk hafi gagn og gaman af. Gott væri að fá athugasemdir, ef einhverjar eru, sendar á netfangið husasaga @ eyrarbakki.is

Bestu kveðjur.

 

Horfin hús

Viðbætur

Enn á ný höfum við bætt við umfjöllun um horfin hús á Eyrarbakka á Bakkavefinn https://eyrarbakki.is.  Húsin sem hafa bæst við síðan síðast eru:

Við vonum að þið hafið gaman af þessari umfjöllun um horfin hús á Bakkanum.

Búðarstígur – Gróubær rétt eftir aldamótin 1900.
Ljósmyndari Agnes Lunn. Byggðasafn Árnesinga.

Ný umfjöllun um horfin hús

Í gær bættist við umfjöllun um fimm horfin hús á Eyrarbakka á vefnum eyrarbakki.is. Húsin eru:

Með þessari viðbót eru 40 hús til umfjöllunar á undirsíðunni Horfin hús. Enn er mikið verk eftir, því á listanum yfir horfin hús á Eyrarbakka, sem byggð voru fyrir 1950, eru um 100 hús. Vonandi lýkur þessu verki á næsta vori 2024.

Horfin hús á Bakkanum

Vinaminni
Vinaminni árið 1967.
Ljósmyndari Ásta Halldórsdóttir. Einkasafn Ástu Halldórsdóttur.

Enn er verið að bæta við umfjöllun um horfin hús á Eyrarbakka. Í dag, 25. nóvember, hefur umfjöllun eftirfarandi hús verið sett inn á vefinn eyrarbakki.is:

Og fyrir viku var eftirtöldum húsum bætt við:

Vonandi hafa einhverjir gagn og gaman af þessu.