Velkomin

Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð, en einnig bjarta framtíð.

Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.

Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, verslunum, gististöðum o.fl.

Vefurinn er í endurvinnslu.

Nýlegar færslur

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2023

Föstudagur – 23. júní kl.17:00 Jónsmessubolti Umf Eyrarbakka – Kíló Mæting við Garðstún bakvið Húsið. Skráning á staðnum. Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Pylsur og drykkir í boði að lokinni keppni kl. 19:00 Fornbílaklúbbur Íslands Félagar úr Fornbílaklúbb Íslands rúnta í gegnum þorpið kl. 20:00 Skrúfan Tónleikar | Fljúgandi Villisvín. Aðgangseyrir, … Halda áfram að lesa: Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2023

Talning atkvæða í þingkosningum

Að loknum alþingiskosningunum hefur töluvert verið rætt um hve atkvæðatalningin tók langa tíma. Það er svo sem ekkert nýtt og hefur verið viðvarandi í undangengnum kosningum. Þar kemur einkum tvennt til: Lög kveða á um að atkvæði skuli talin á einum stað í hverju kjördæmi og yfirkjörstjórn hvers kjördæmis hefur ákvarðanavald um hvar það skuli … Halda áfram að lesa: Talning atkvæða í þingkosningum

Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna … Halda áfram að lesa: Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Nú er úti veður …

Síðasta sólarhringinn hefur mikið óveður gengið yfir á Eyrarbakka, hvassviðri, skafrenningur og ofankoma í bland. Veðurspáin gerir ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld, pálmasunnudag. En svona leit þetta út fyrir stundu.

Fleiri færslur