Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð, en einnig bjarta framtíð.
Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.
Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, verslunum, gististöðum o.fl.