Velkomin

Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð, en einnig bjarta framtíð.

Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.

Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, verslunum, gististöðum o.fl.

Nýlegar færslur

Horfin hús á Bakkanum

Enn er verið að bæta við umfjöllun um horfin hús á Eyrarbakka. Í dag, 25. nóvember, hefur umfjöllun eftirfarandi hús verið sett inn á vefinn eyrarbakki.is: Garðbær – bær Gissurar Bjarnasonar Garðhús – Halldórsbær / Pétursbær Gunnarshús – Leifseyri Melshús Og fyrir viku var eftirtöldum húsum bætt við: Brunaskúrinn Garðbær – Ingvarsbær Höfn (eldri) Litla-Háeyri … Halda áfram að lesa: Horfin hús á Bakkanum

Viðbót við horfin hús

Nú er búið að bæta við umfjöllun um fimm horfin hús á síðunni eyrarbakki.is. Húsin eru: Bræðrafélagshúsið Íshúsið (Lefolii-verslunar) Slökkviáhaldaskúr á Háeyri Steinskot II Timburgeymsluhús Sigurjóns P. Jónssonar Vonandi hafa lesendur gaman af þessu. Gott væri að fá athugasemdir ef einhverjar eru á netfangið husasaga[hjá]eyrarbakki.is.  

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur, mun í fyrirlestri sínum „Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól“ fara yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á minjasvæðinu undanfarin ár. Kynntar verða fyrstu niðurstöður og spáð í framtíðina. Vesturbúðarhóll er hluti af merkilegri þyrpingu minjastaða á Eyrarbakka sem bera sögu þorpsins sem aðalverslunarstaðar Suðurlands í rúmar tvær aldir vitni. Frá árinu 2017 … Halda áfram að lesa: Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa

Snorri Tómasson hagfræðingur flytur fyrirlestur sinn Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa kl. 14 sunnudaginn 15. október 2023 í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga, Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Snorri segir frá æskuheimili Ásgríms Jónssonar í Rútsstaða-Suðurkoti, fjölskyldu hans og ferli. Rannsókn á húsaskipan í Suðurkoti er út frá samtíma uppskriftum. Til samanburðar er málverk Ásgríms af Rútsstöðum … Halda áfram að lesa: Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa

Fleiri færslur