Velkomin

Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð, en einnig bjarta framtíð.

Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.

Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, verslunum, gististöðum o.fl.

Vefurinn er í endurvinnslu.

Nýlegar færslur

Talning atkvæða í þingkosningum

Að loknum alþingiskosningunum hefur töluvert verið rætt um hve atkvæðatalningin tók langa tíma. Það er svo sem ekkert nýtt og hefur verið viðvarandi í undangengnum kosningum. Þar kemur einkum tvennt til: Lög kveða á um að atkvæði skuli talin á einum stað í hverju kjördæmi og yfirkjörstjórn hvers kjördæmis hefur ákvarðanavald um hvar það skuli … Halda áfram að lesa: Talning atkvæða í þingkosningum

Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna … Halda áfram að lesa: Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Nú er úti veður …

Síðasta sólarhringinn hefur mikið óveður gengið yfir á Eyrarbakka, hvassviðri, skafrenningur og ofankoma í bland. Veðurspáin gerir ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld, pálmasunnudag. En svona leit þetta út fyrir stundu.

Húsafriðunarsjóður

Á vef Minjastofnunar Íslands hefur nú verið birt frétt um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2020. Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr.  Alls bárust 283 umsóknir til Minjastofnunar, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna. Veitt var styrkjum til 12 verkefna á Eyrarbakka. Þau eru: Hús Byggingarár Styrkir … Halda áfram að lesa: Húsafriðunarsjóður

Fleiri færslur