Velkomin

Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð, en einnig bjarta framtíð.

Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað.

Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, verslunum, gististöðum o.fl.

Vefurinn er í endurvinnslu.

UPPLÝSINGAR UM COVID-19

Nýlegar færslur

Húsafriðunarsjóður

Á vef Minjastofnunar Íslands hefur nú verið birt frétt um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2020. Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr.  Alls bárust 283 umsóknir til Minjastofnunar, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna. Veitt var styrkjum til 12 verkefna á Eyrarbakka. Þau eru: Hús Byggingarár Styrkir … Halda áfram að lesa: Húsafriðunarsjóður

Heimsending frá Bakkanum

Verslunin Bakkinn mun bjóða íbúum á Eyrarbakka endurgjaldslausa heimsendingarþjónustu á vörum eftir kl. 19:00 alla daga meðan ófremdarástand vegna kórónaveirunnar varir. Miðað er við að verslað sé fyrir 3.000 kr. eða meira. Mögulegt verður að greiða með korti við afhendingu. Upplýsingar í síma 864 5712. Eggert Valur Guðmundsson

Samverustund á Stað

Sunnudaginn 8. mars 2020 verður samvera á Stað til styrktar Hlöðveri Þorsteinssyni og fjölskyldu. Þar ætlum við að selja vöfflur, kaffi og gos. Börn úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða með tónlistaratriði og einnig verður uppboð á góðum hlutum, sem fyrirtæki gefa. Allur afrakstur rennur til fjölskyldunnar. Endilega takið daginn frá og mætum sem … Halda áfram að lesa: Samverustund á Stað

Fleiri færslur