Horfin hús á Bakkanum

Vinaminni
Vinaminni árið 1967.
Ljósmyndari Ásta Halldórsdóttir. Einkasafn Ástu Halldórsdóttur.

Enn er verið að bæta við umfjöllun um horfin hús á Eyrarbakka. Í dag, 25. nóvember, hefur umfjöllun eftirfarandi hús verið sett inn á vefinn eyrarbakki.is:

Og fyrir viku var eftirtöldum húsum bætt við:

Vonandi hafa einhverjir gagn og gaman af þessu.

Viðbót við horfin hús

Tilgátuteikning af Bræðrafélagshúsinu. MKH

Nú er búið að bæta við umfjöllun um fimm horfin hús á síðunni eyrarbakki.is.

Húsin eru:

Vonandi hafa lesendur gaman af þessu. Gott væri að fá athugasemdir ef einhverjar eru á netfangið husasaga[hjá]eyrarbakki.is.

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Á Vesturbúðarhól. Ljósmynd MKH

Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur, mun í fyrirlestri sínum „Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól“ fara yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á minjasvæðinu undanfarin ár. Kynntar verða fyrstu niðurstöður og spáð í framtíðina. Vesturbúðarhóll er hluti af merkilegri þyrpingu minjastaða á Eyrarbakka sem bera sögu þorpsins sem aðalverslunarstaðar Suðurlands í rúmar tvær aldir vitni. Frá árinu 2017 hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á Vesturbúðarhól fyrir tilstuðlan Vesturbúðarfélagsins.

Áður en rannsóknir hófust mátti sjá óljós ummerki bygginga á nokkrum stöðum en Vesturbúðin var rifin árið 1950.

Viðburðurinn hefst kl. 14.00 og fer fram í fyrirlestrasal í Varðveisluhúsi safnsins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni! 

2023-10-21

Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa

Klofsteinn
Klofsteinn í Rútsstaðahverfi. Hugsanlega fyrirmynd að Álfakirkjunni, vatnslitamynd Ásgríms Jónssonar. Ljósmynd: MKH.

Snorri Tómasson hagfræðingur flytur fyrirlestur sinn Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa kl. 14 sunnudaginn 15. október 2023 í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga, Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Snorri segir frá æskuheimili Ásgríms Jónssonar í Rútsstaða-Suðurkoti, fjölskyldu hans og ferli.

Rannsókn á húsaskipan í Suðurkoti er út frá samtíma uppskriftum. Til samanburðar er málverk Ásgríms af Rútsstöðum frá árinu 1956 og teikning af innri skipan þess bæjar. Sérstaklega er fjallað um feril málverks af Suðurkoti í eigu Snorra.

Allir velkomnir og heitt verður á könnunni.

Glæpamenn í Flóanum

Sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson flytur fyrirlestur sinn "Glæpamenn í Flóanum" í sunnudaginn 8. október kl. 14.00 í Varðveisluhúsi Byggðasafnins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Árnesingurinn séra Árni Þórarinsson sem var "Með vondu fólki" á Snæfellsnesi orðaði það svo í ævisögu sinni:
"Ég hygg að það sé töluverð gæfa fyrir hvert þjóðfélag að eiga dálítið af stórglæpamönnum. Árnessýsla var svo hamingjusöm að hafa átt fáeina konunglega glæpamenn. ..."

Nú verður reynt að færa sönnur á, eða afsanna þessa fullyrðingu. Afkomendur Kambsránsmanna og "GaulverjabæjarJóns," sem eru margir eru sérstaklega velkomnir.

Verið öll velkomin, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni!

- Mynd eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur er hluti af bókarkápu bókarinnar "Í skugga Gaulverjabæjar" eftir Jón.

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2023

Föstudagur – 23. júní

kl.17:00 Jónsmessubolti Umf Eyrarbakka – Kíló

Mæting við Garðstún bakvið Húsið. Skráning á staðnum.
Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Pylsur og drykkir í boði að lokinni keppni

kl. 19:00 Fornbílaklúbbur Íslands

Félagar úr Fornbílaklúbb Íslands rúnta í gegnum þorpið

kl. 20:00 Skrúfan

Tónleikar | Fljúgandi Villisvín. Aðgangseyrir, selt inn við hurð

Laugardagur – 24. júní

kl. 12:00 SETNING JÓNSMESSU 2023 | Sjóminjasafnið

Latibær

kl. 13:00 – 15:00 HÁTÍÐARHÖLD VIÐ GARÐSTÚN

  • Hoppukastalar frá Hopp og Skopp
  • Skapandi sumarstörf í Árborg | Ungmenni úr Árborg með tónlistaratriði og verk til sýnis
  • Frí andlitsmálun
  • Víkingatjald | Kynning og sala
  • Slökkviliðsbíll kemur og kíkir á okkur og möguleiki á sjúkrabíl og lögreglubíl
  • Karamellukast | á Garðtúni

kl. 11:00 – 17:00 | OPIN HÚS

  • Skrúfan | Býður upp á kynningu á sinni starfsemi sem og föndur fyrir alla fjölskylduna. Hafnarbrú 3
  • Kastalinn | Vintage munir og garðsala. Hjallavegi 3

kl. 12:30 Hestvagnaferðir

Malin Widarsson býður gestum á rúntinn frá torginu

kl. 13:00 – 16:00 Jónsmessukaffihús

Kjallarinn í Rauða Húsinu, Búðarstígur 4

kl. 13:00 Þjóðdansfélag Reykjavíkur

Færa okkur hátíðargleðina með danssýningu í garðinum við Húsið

kl. 13:30 Kjötsúpa í boði Rauða húsins

Frí ef mætt er með ílát á meðan birgðir endast

kl. 13:30 Postularnir, Bifhjólasamtök Suðurlands

Keyra um bæinn og stoppa við Sjóminjasafnið

kl. 14:00 Slökkvibíllinn og Fergusoninn hans Óla í Mundakoti

Verða á ferðinni um þorpið

kl. 14:00 – 16:00 | OPIN HÚS

  • Margrét og Jón Hermann bjóða heim á pallinn, heitt á könnunni og steinasafn til sýnis. Hulduhóll 10
  • Auður og Rúnar bjóða heim á pallinn, gott spjall og að sjálfsögðu heitt á könnunni. Hulduhóll 24
  • Jónína Óskarsdóttir tekur á móti gestum í Eyri á Eyrargötu 39
  • Kartöflugeymslan | Pop-up markaður og heitt á könnunni til kl. 17:00
  • Hafdís Brands | Keramik vinnustofa. Túngata 2 til kl. 18:00

kl. 19:30 Samsöngur í Húsinu

Við syngjum saman úr skólaljóðunum. Heimir Guðmundsson leikur undir á eitt elsta píanó á Suðurlandi

kl. 20:30 Jónsmessubrenna í fjörunni

Brennustjóri og eldgleypir Andri Geir. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson heldur uppi fjörinu

kl. 23:00 Rauða húsið | Jónsmessuball á efstu hæð

Grétar Lárus Matthíasson heldur uppi stuði. Opið fram á rauða nótt og stemming eftir því!
Aldurstakmark 20 ára, miðaverð 1.500 kr.

Verslunin Bakkinn | Hefðbundinn opnunartími og Jónsmessu tilboð alla helgina
Byggðasafnið | Söfnin opin frá kl. 10 – 17 frítt aðgengi
Laugabúð | Opið alla helgina.
Rauða húsið | Opið alla helgina kl. 12 – 21
Frítt að veiða í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 23. – 25. júní 2023

Talning atkvæða í þingkosningum

Að loknum alþingiskosningunum hefur töluvert verið rætt um hve atkvæðatalningin tók langa tíma. Það er svo sem ekkert nýtt og hefur verið viðvarandi í undangengnum kosningum.

Þar kemur einkum tvennt til:

Lög kveða á um að atkvæði skuli talin á einum stað í hverju kjördæmi og yfirkjörstjórn hvers kjördæmis hefur ákvarðanavald um hvar það skuli gert. Í landsbyggðarkjördæmunum var ákveðið að atkvæðin skyldu talin í Borgarnesi, á Akureyri og á Selfossi. Allir eru þessir staðir eru á ystu mörkum kjördæmanna, nema helst í Suðurkjördæmi. Það leiðir til þess að flytja þarf kjörkassa og kjörgögn um langan veg. Frá Djúpavogi eru 400 km til Akureyrar; frá Ísafirði til Borgarness eru 346 km; og frá Höfn í Hornafirði eru 401 km til Selfoss og þaðan til Keflavíkur 108 km. Augljóst er að auk þessara gríðarlegu vegalengda geta válynd veður og ófærð  tafið flutning atkvæða og kjörganga á þessa þrjá talningarstaði úti á landi.

Annað sem tefur atkvæðatalninguna er að kjósendur geta kosið tvisvar, bæði utan kjörfundar og síðan aftur á kjörfundi. Talning utankjörfundaratkvæða getur því ekki hafist fyrr en að loknum kjörfundi.

Þessa ágalla báða hefði mátt laga þegar Alþingi samþykkti heildstæð kosningalög í júní 2021.

Haustið 2019 skilaði starfshópur um endurskoðun kosningalaga tillögum sínum í formi frumvarps um ein heildstæð kosningalög. Forseti Alþingis gerði þetta frumvarp að sínu og lagði það fram á Alþingi óbreytt. Í umfjöllun Alþingis var þó í ýmsum atriðum vikið frá frumvarpi starfshópsins og forseta Alþingis. Það átti m.a. við um þau ákvæði sem lutu að talningu atkvæða og utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Í frumvarpinu var lagt til að talning atkvæða yrði á forræði kjörstjórna  í hverju sveitarfélagi fyrir sig í stað þess að flytja atkvæðin á einn talningarstað í hlutaðeigandi kjördæmi. Tillagan var byggð á því fyrirkomulagi sem tíðkast í flestum nágranna ríkjum okkar, en þar eru kjörstaðir mun fleiri en hér og oftast talið á hverjum þeirra fyrir sig. Þessi tillaga naut ekki náðar í meðförum þingsins.

Áfram munum við því   búa við óbreytt fyrirkomulag og flutningur atkvæða og kjörgagna um langan veg tefja talninguna.

Rök Alþingis fyrir því að viðhalda núverandi kerfi voru þau, að allt mælti „frekar með því að byggt verði á þeim stöðugleika sem felst í þeirri þekkingu og reynslu á framkvæmd kosninga sem yfirkjörstjórnir kjördæma búa yfir og mikilvægt er að tryggja“, eins og sagði í áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á hinn bóginn má halda því fram að reynsla og þekking kjörstjórnarmanna sveitarfélaganna sé ekki minni en þeirra sem sitja í yfirkjörstjórnum kjördæmanna. Dæmi má taka úr Suðurkjördæmi, en þar hefur verið mjög mikil endurnýjun yfirkjörstjórnarmanna eftir hverjar kosningar frá 2009 og því ekki tryggður mikill stöðugleiki í framkvæmdinni, þó vitað sé að framkvæmdin er með ágætum í kjördæminu. Í sveitarfélögunum sitja jafnan sömu menn, konur og karlar, ártugum saman í kjörstjórnum. Þar hefur safnast upp mikil þekking og reynsla á framkvæmd kosninga. Öllum er þessum sömu kjörstjórnum fullkomlega treyst til þess að telja atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Það má einnig af gefnu tilefni velta því fyrir sér, hvort talning atkvæða í hverju og einu sveitarfélagi myndi ekki minnka lýkur á mistökum við talninguna – bunkarnir yrðu minni og auðveldara að stemma talninguna af.

Í frumvarpi starfshópsins og forseta Alþingis var einnig lagt til að kjósendur gætu aðeins greitt atkvæði einu sinni, það er annað hvort á kjörfundi eða utan kjörfundar. Þessi háttur er m.a. í danskri, norskri og finnskri kosningalöggjöf. Í Danmörku lýkur utankjörfundaratkvæðagreiðslu þremur virkum dögum fyrir kjördag, í Noregi á föstudegi fyrir kjördag, sem er á mánudegi og í Finnlandi lýkur utankjörfundaratkvæðagreiðslu fimm dögum fyrir kjördag. Hér á landi geta kjósendur greitt atkvæði utan kjörfundar til kl. 17 á kjördag. Að taka upp fyrirkomulag að norrænni fyrirmynd myndi auðvelda alla meðhöndlun atkvæða sem greidd eru utan kjörfundar og hægt væri að byrja á því að flokka þau og telja fyrir luktum dyrum áður en kjörfundi lýkur. Þessi tillaga naut ekki heldur náðar í meðförum þingsins.

Áfram  munum við því búa  við óbreytt ástand og atkvæði greidd utan kjörfundar munu áfram tefja talninguna.

Eins og verið hefur mun þessi framkvæmd áfram vera í höndum átta embættismanna ríkisins, sýslumanna, þó heimild sé til frávika. Í öðrum norrænum ríkjum er greiðsla atkvæða utan kjörfunda  á hendi sveitarfélaganna og aðgengið auðveldara. Þar er sveitarfélögunum fullkomlega treyst fyrir framkvæmd hennar.

Í þingkosningunum í Danmörku 2019 var talið á 1.384 kjörstöðum vítt og breitt um landið. Fámennasti kjörstaðurinn var með 29 kjósendur á kjörskrá og af þeim greiddu 23 atkvæði. Alls staðar  var kjörstöðum lokað kl. 20 og fjórum og hálfum tíma seinna var búið að telja öll atkvæði í  landinu og úrslitin þá strax birt. Kjörbréf til alþingismanna eru þó ekki gefin út að þessum niðurstöðum fengnum því þá er eftir að ganga úr skugga um hvort tilfærsla einstakra frambjóðenda á listunum hafi áhrif á hvaða einstaklingar hljóta þingsæti. Það getur tekið einhvern tíma en breytir ekki niðurstöðum um þingmannafjölda flokkanna. (Það er ekki ólíkt því sem viðgengst hér.)

Í Noregi sjá kjörstjórnir sveitarfélaganna um talningu atkvæða og eru þau talin tvisvar í hverju sveitarfélagi og úrslitin síðan birt. Síðar fer svo fram svokölluð eftirlitstalning hjá fylkisstjórnunum. Norðmenn geta bara kosið einu sinni annað hvort utan kjörfundar eða á kjörstað á kjördegi. Talning þeirra atkvæða getur hafist á sunnudegi fyrir kjördag en kjördagur í Noregi er á mánudegi.

Fyrri talning kjörstjórnanna er unnin handvirk en í þeirri síðari geta kjörstjórnirnar talið atkvæðin vélrænt með skönnun seðlanna og tölvubúnaði sem ríkið lætur sveitarfélögunum í té. Af 356 sveitarfélögum var sú tækni notuð í 186 sveitarfélögum við síðari talninguna í síðustu kosningum.

Í frumvarpi starfshóps um endurskoðun kosningalaga sem forseti Alþingis lagði óbreytt fyrir Alþingi í júní sl. voru skýr ákvæði sem leitt hefðu til þess að talning atkvæða hefði orðið skilvirkari og gengið hraðar fyrir sig. Þau ákvæði voru felld út í meðförum þingsins.

Áfram hjökkum við því í sama farinu með talningu atkvæða í þingkosningum.

 

Magnús Karel Hannesson

 

Sjá nánar:

Alþingi:

https://www.althingi.is/tilkynningar/starfshopur-skilar-tillogum-um-endurskodun-kosningalaga-1

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=339

Danmörk:

https://valg.im.dk/valg

https://dst.dk/valg/Valg1684447/valgopgAfst/1701493.htm

Noregur:

https://www.valg.no/

https://www.valg.no/om-valg/valggjennomforing/sikre-valg/fra-urne-til-resultat/

Svíþjóð:

https://www.val.se/val-och-folkomrostningar/det-svenska-valsystemet/rostrakning-och-valresultat/preliminart-valresultat.html

https://www.val.se/val-och-folkomrostningar/det-svenska-valsystemet/rostrakning-och-valresultat/slutligt-valresultat.html

Finnland:

https://vaalit.fi/sv/om-val

https://vaalit.fi/sv/rostrakningen-vid-riksdagsvalet

Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Úr Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: MKH

Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna af þeirri upphæð í samráði við húsafriðunarnefnd, en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.

Í ljósi aðstæðna þótti ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni, heldur var ákveðið að líta til þeirra verkefna sem sótt var um styrki til á síðasta umsóknartímabili og mat hefur verið lagt á. Þeim verkefnum var gefin einkunn með tilliti til eftirtalinna matsþátta: efling atvinnulífs, samfélagslegt mikilvægi, gildi frá sjónarhóli minjavörslu og fagleg gæði verkáætlunar. Litið var sérstaklega til verkefna sem ráðast má í strax og ljúka á þessu sumri.

Minjastofnun hefur ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd að veita styrki til 36 verkefna. Flestir styrkirnir eru hækkun á áður veittum styrk, en fjórir styrkjanna eru til verkefna sem ekki var unnt að styrkja í fyrri úthlutun úr sjóðnum, en voru engu að síður talin mjög verðug verkefni.

Eyrarbakkakirkja fékk í þessari viðbótarúthlutun 2 m.kr. til viðbótar við þær 2 m.kr. sem úthlutað var fyrr á árinu til þess að mála kirkjuna að utan. Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka við málun kirkjunnar í sumar.

(Byggt á frétt á vef Minjastofnunar Íslands.)

Nú er úti veður …

Síðasta sólarhringinn hefur mikið óveður gengið yfir á Eyrarbakka, hvassviðri, skafrenningur og ofankoma í bland.

Veðurspáin gerir ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld, pálmasunnudag.

En svona leit þetta út fyrir stundu.

Húsafriðunarsjóður

Á vef Minjastofnunar Íslands hefur nú verið birt frétt um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2020. Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr.  Alls bárust 283 umsóknir til Minjastofnunar, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.

Veitt var styrkjum til 12 verkefna á Eyrarbakka. Þau eru:

HúsByggingarárStyrkir
Eyrarbakkakirkja18902.000.000 kr.
Húsið17651.500.000 kr.
Assistentahúsið18811.100.000 kr.
Búðarstígur 10b19005.000.000 kr.
Gunnarshús1888/19151.200.000 kr.
Kirkjuhús1879/1897700.000 kr.
Jakobsbær / Einarshöfn IV1913700.000 kr.
Prestshúsið / Einarshöfn II1906500.000 kr.
Sandvík II1900500.000 kr.
Tjörn1905700.000 kr.
Garðbær 1897400.000 kr.
Káragerði1900400.000 kr.
Samtals14.700.000 kr.
Þar sem tilgreind eru tvö ártöl hefur húsi verið breytt verulega.
Hús í Skúmsstaðahverfi á Eyrarbakka.