Á vef Minjastofnunar Íslands hefur nú verið birt frétt um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2020. Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust 283 umsóknir til Minjastofnunar, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.
Veitt var styrkjum til 12 verkefna á Eyrarbakka. Þau eru:
Hús | Byggingarár | Styrkir |
Eyrarbakkakirkja | 1890 | 2.000.000 kr. |
Húsið | 1765 | 1.500.000 kr. |
Assistentahúsið | 1881 | 1.100.000 kr. |
Búðarstígur 10b | 1900 | 5.000.000 kr. |
Gunnarshús | 1888/1915 | 1.200.000 kr. |
Kirkjuhús | 1879/1897 | 700.000 kr. |
Jakobsbær / Einarshöfn IV | 1913 | 700.000 kr. |
Prestshúsið / Einarshöfn II | 1906 | 500.000 kr. |
Sandvík II | 1900 | 500.000 kr. |
Tjörn | 1905 | 700.000 kr. |
Garðbær | 1897 | 400.000 kr. |
Káragerði | 1900 | 400.000 kr. |
Samtals | 14.700.000 kr. |
