Vorið er komið

Loksins er vorið að láta á sér kræla eftir langan og erfiðan vetur.

Það var fallegt að ganga um fjöruna vestan við Eyrarbakka í gærkvöldi og draga að sér heilnæmt sjávarloftið við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja í landinu og reyndar um heim allan.

Það var einstaklega róandi að vafra um í kvöldkyrrðinni og njóta sólarlagsins. Eyrarbakkafjara er tilvalinn staður fyrir útivist – en munum að halda öruggri fjarlægð við næsta mann.

Fjöruferð 27. mars 2020

Sendu skilaboð