Glæpamenn í Flóanum

Sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson flytur fyrirlestur sinn "Glæpamenn í Flóanum" í sunnudaginn 8. október kl. 14.00 í Varðveisluhúsi Byggðasafnins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Árnesingurinn séra Árni Þórarinsson sem var "Með vondu fólki" á Snæfellsnesi orðaði það svo í ævisögu sinni:
"Ég hygg að það sé töluverð gæfa fyrir hvert þjóðfélag að eiga dálítið af stórglæpamönnum. Árnessýsla var svo hamingjusöm að hafa átt fáeina konunglega glæpamenn. ..."

Nú verður reynt að færa sönnur á, eða afsanna þessa fullyrðingu. Afkomendur Kambsránsmanna og "GaulverjabæjarJóns," sem eru margir eru sérstaklega velkomnir.

Verið öll velkomin, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni!

- Mynd eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur er hluti af bókarkápu bókarinnar "Í skugga Gaulverjabæjar" eftir Jón.