Sunnudaginn 8. mars 2020 verður samvera á Stað til styrktar Hlöðveri Þorsteinssyni og fjölskyldu.
Þar ætlum við að selja vöfflur, kaffi og gos.
Börn úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða með tónlistaratriði og einnig verður uppboð á góðum hlutum, sem fyrirtæki gefa.
Allur afrakstur rennur til fjölskyldunnar.
Endilega takið daginn frá og mætum sem flest og styrkjum þessa yndislegu fjölskyldu ♥.
Þeir sem vilja hjálpa til geta haft samband við Elínu Birnu í síma 860 7774 eða Sædísi Ósk 862 1868.
Einnig ef einhver fyrirtæki vilja styrka með munum eða vörum á uppboðið má endilega hafa samband við okkur.
Verð:
14 ára og eldri: 1.000 kr.
13 ára og yngri: 500 kr.
Undirbúningsnefndin.