
Snorri Tómasson hagfræðingur flytur fyrirlestur sinn Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa kl. 14 sunnudaginn 15. október 2023 í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga, Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.
Snorri segir frá æskuheimili Ásgríms Jónssonar í Rútsstaða-Suðurkoti, fjölskyldu hans og ferli.
Rannsókn á húsaskipan í Suðurkoti er út frá samtíma uppskriftum. Til samanburðar er málverk Ásgríms af Rútsstöðum frá árinu 1956 og teikning af innri skipan þess bæjar. Sérstaklega er fjallað um feril málverks af Suðurkoti í eigu Snorra.
Allir velkomnir og heitt verður á könnunni.