Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Á Vesturbúðarhól. Ljósmynd MKH

Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur, mun í fyrirlestri sínum „Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól“ fara yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á minjasvæðinu undanfarin ár. Kynntar verða fyrstu niðurstöður og spáð í framtíðina. Vesturbúðarhóll er hluti af merkilegri þyrpingu minjastaða á Eyrarbakka sem bera sögu þorpsins sem aðalverslunarstaðar Suðurlands í rúmar tvær aldir vitni. Frá árinu 2017 hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á Vesturbúðarhól fyrir tilstuðlan Vesturbúðarfélagsins.

Áður en rannsóknir hófust mátti sjá óljós ummerki bygginga á nokkrum stöðum en Vesturbúðin var rifin árið 1950.

Viðburðurinn hefst kl. 14.00 og fer fram í fyrirlestrasal í Varðveisluhúsi safnsins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni! 

2023-10-21