Fréttir og viðburðir

Viðbót við horfin hús

Tilgátuteikning af Bræðrafélagshúsinu. MKH

Nú er búið að bæta við umfjöllun um fimm horfin hús á síðunni eyrarbakki.is.

Húsin eru:

Vonandi hafa lesendur gaman af þessu. Gott væri að fá athugasemdir ef einhverjar eru á netfangið husasaga[hjá]eyrarbakki.is.

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Á Vesturbúðarhól. Ljósmynd MKH

Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur, mun í fyrirlestri sínum „Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól“ fara yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á minjasvæðinu undanfarin ár. Kynntar verða fyrstu niðurstöður og spáð í framtíðina. Vesturbúðarhóll er hluti af merkilegri þyrpingu minjastaða á Eyrarbakka sem bera sögu þorpsins sem aðalverslunarstaðar Suðurlands í rúmar tvær aldir vitni. Frá árinu 2017 hafa staðið yfir fornleifarannsóknir á Vesturbúðarhól fyrir tilstuðlan Vesturbúðarfélagsins.

Áður en rannsóknir hófust mátti sjá óljós ummerki bygginga á nokkrum stöðum en Vesturbúðin var rifin árið 1950.

Viðburðurinn hefst kl. 14.00 og fer fram í fyrirlestrasal í Varðveisluhúsi safnsins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni! 

2023-10-21

Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa

Klofsteinn
Klofsteinn í Rútsstaðahverfi. Hugsanlega fyrirmynd að Álfakirkjunni, vatnslitamynd Ásgríms Jónssonar. Ljósmynd: MKH.

Snorri Tómasson hagfræðingur flytur fyrirlestur sinn Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa kl. 14 sunnudaginn 15. október 2023 í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga, Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Snorri segir frá æskuheimili Ásgríms Jónssonar í Rútsstaða-Suðurkoti, fjölskyldu hans og ferli.

Rannsókn á húsaskipan í Suðurkoti er út frá samtíma uppskriftum. Til samanburðar er málverk Ásgríms af Rútsstöðum frá árinu 1956 og teikning af innri skipan þess bæjar. Sérstaklega er fjallað um feril málverks af Suðurkoti í eigu Snorra.

Allir velkomnir og heitt verður á könnunni.

Glæpamenn í Flóanum

Sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson flytur fyrirlestur sinn "Glæpamenn í Flóanum" í sunnudaginn 8. október kl. 14.00 í Varðveisluhúsi Byggðasafnins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Árnesingurinn séra Árni Þórarinsson sem var "Með vondu fólki" á Snæfellsnesi orðaði það svo í ævisögu sinni:
"Ég hygg að það sé töluverð gæfa fyrir hvert þjóðfélag að eiga dálítið af stórglæpamönnum. Árnessýsla var svo hamingjusöm að hafa átt fáeina konunglega glæpamenn. ..."

Nú verður reynt að færa sönnur á, eða afsanna þessa fullyrðingu. Afkomendur Kambsránsmanna og "GaulverjabæjarJóns," sem eru margir eru sérstaklega velkomnir.

Verið öll velkomin, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni!

- Mynd eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur er hluti af bókarkápu bókarinnar "Í skugga Gaulverjabæjar" eftir Jón.

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2023

Föstudagur – 23. júní

kl.17:00 Jónsmessubolti Umf Eyrarbakka – Kíló

Mæting við Garðstún bakvið Húsið. Skráning á staðnum.
Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Pylsur og drykkir í boði að lokinni keppni

kl. 19:00 Fornbílaklúbbur Íslands

Félagar úr Fornbílaklúbb Íslands rúnta í gegnum þorpið

kl. 20:00 Skrúfan

Tónleikar | Fljúgandi Villisvín. Aðgangseyrir, selt inn við hurð

Laugardagur – 24. júní

kl. 12:00 SETNING JÓNSMESSU 2023 | Sjóminjasafnið

Latibær

kl. 13:00 – 15:00 HÁTÍÐARHÖLD VIÐ GARÐSTÚN

  • Hoppukastalar frá Hopp og Skopp
  • Skapandi sumarstörf í Árborg | Ungmenni úr Árborg með tónlistaratriði og verk til sýnis
  • Frí andlitsmálun
  • Víkingatjald | Kynning og sala
  • Slökkviliðsbíll kemur og kíkir á okkur og möguleiki á sjúkrabíl og lögreglubíl
  • Karamellukast | á Garðtúni

kl. 11:00 – 17:00 | OPIN HÚS

  • Skrúfan | Býður upp á kynningu á sinni starfsemi sem og föndur fyrir alla fjölskylduna. Hafnarbrú 3
  • Kastalinn | Vintage munir og garðsala. Hjallavegi 3

kl. 12:30 Hestvagnaferðir

Malin Widarsson býður gestum á rúntinn frá torginu

kl. 13:00 – 16:00 Jónsmessukaffihús

Kjallarinn í Rauða Húsinu, Búðarstígur 4

kl. 13:00 Þjóðdansfélag Reykjavíkur

Færa okkur hátíðargleðina með danssýningu í garðinum við Húsið

kl. 13:30 Kjötsúpa í boði Rauða húsins

Frí ef mætt er með ílát á meðan birgðir endast

kl. 13:30 Postularnir, Bifhjólasamtök Suðurlands

Keyra um bæinn og stoppa við Sjóminjasafnið

kl. 14:00 Slökkvibíllinn og Fergusoninn hans Óla í Mundakoti

Verða á ferðinni um þorpið

kl. 14:00 – 16:00 | OPIN HÚS

  • Margrét og Jón Hermann bjóða heim á pallinn, heitt á könnunni og steinasafn til sýnis. Hulduhóll 10
  • Auður og Rúnar bjóða heim á pallinn, gott spjall og að sjálfsögðu heitt á könnunni. Hulduhóll 24
  • Jónína Óskarsdóttir tekur á móti gestum í Eyri á Eyrargötu 39
  • Kartöflugeymslan | Pop-up markaður og heitt á könnunni til kl. 17:00
  • Hafdís Brands | Keramik vinnustofa. Túngata 2 til kl. 18:00

kl. 19:30 Samsöngur í Húsinu

Við syngjum saman úr skólaljóðunum. Heimir Guðmundsson leikur undir á eitt elsta píanó á Suðurlandi

kl. 20:30 Jónsmessubrenna í fjörunni

Brennustjóri og eldgleypir Andri Geir. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson heldur uppi fjörinu

kl. 23:00 Rauða húsið | Jónsmessuball á efstu hæð

Grétar Lárus Matthíasson heldur uppi stuði. Opið fram á rauða nótt og stemming eftir því!
Aldurstakmark 20 ára, miðaverð 1.500 kr.

Verslunin Bakkinn | Hefðbundinn opnunartími og Jónsmessu tilboð alla helgina
Byggðasafnið | Söfnin opin frá kl. 10 – 17 frítt aðgengi
Laugabúð | Opið alla helgina.
Rauða húsið | Opið alla helgina kl. 12 – 21
Frítt að veiða í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 23. – 25. júní 2023

Húsafriðunarsjóður – úthlutun viðbótarframlags

Úr Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: MKH

Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna af þeirri upphæð í samráði við húsafriðunarnefnd, en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.

Í ljósi aðstæðna þótti ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni, heldur var ákveðið að líta til þeirra verkefna sem sótt var um styrki til á síðasta umsóknartímabili og mat hefur verið lagt á. Þeim verkefnum var gefin einkunn með tilliti til eftirtalinna matsþátta: efling atvinnulífs, samfélagslegt mikilvægi, gildi frá sjónarhóli minjavörslu og fagleg gæði verkáætlunar. Litið var sérstaklega til verkefna sem ráðast má í strax og ljúka á þessu sumri.

Minjastofnun hefur ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd að veita styrki til 36 verkefna. Flestir styrkirnir eru hækkun á áður veittum styrk, en fjórir styrkjanna eru til verkefna sem ekki var unnt að styrkja í fyrri úthlutun úr sjóðnum, en voru engu að síður talin mjög verðug verkefni.

Eyrarbakkakirkja fékk í þessari viðbótarúthlutun 2 m.kr. til viðbótar við þær 2 m.kr. sem úthlutað var fyrr á árinu til þess að mála kirkjuna að utan. Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka við málun kirkjunnar í sumar.

(Byggt á frétt á vef Minjastofnunar Íslands.)

Nú er úti veður …

Síðasta sólarhringinn hefur mikið óveður gengið yfir á Eyrarbakka, hvassviðri, skafrenningur og ofankoma í bland.

Veðurspáin gerir ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld, pálmasunnudag.

En svona leit þetta út fyrir stundu.

Húsafriðunarsjóður

Á vef Minjastofnunar Íslands hefur nú verið birt frétt um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2020. Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr.  Alls bárust 283 umsóknir til Minjastofnunar, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.

Veitt var styrkjum til 12 verkefna á Eyrarbakka. Þau eru:

HúsByggingarárStyrkir
Eyrarbakkakirkja18902.000.000 kr.
Húsið17651.500.000 kr.
Assistentahúsið18811.100.000 kr.
Búðarstígur 10b19005.000.000 kr.
Gunnarshús1888/19151.200.000 kr.
Kirkjuhús1879/1897700.000 kr.
Jakobsbær / Einarshöfn IV1913700.000 kr.
Prestshúsið / Einarshöfn II1906500.000 kr.
Sandvík II1900500.000 kr.
Tjörn1905700.000 kr.
Garðbær 1897400.000 kr.
Káragerði1900400.000 kr.
Samtals14.700.000 kr.
Þar sem tilgreind eru tvö ártöl hefur húsi verið breytt verulega.
Hús í Skúmsstaðahverfi á Eyrarbakka.

Vorið er komið

Loksins er vorið að láta á sér kræla eftir langan og erfiðan vetur.

Það var fallegt að ganga um fjöruna vestan við Eyrarbakka í gærkvöldi og draga að sér heilnæmt sjávarloftið við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja í landinu og reyndar um heim allan.

Það var einstaklega róandi að vafra um í kvöldkyrrðinni og njóta sólarlagsins. Eyrarbakkafjara er tilvalinn staður fyrir útivist – en munum að halda öruggri fjarlægð við næsta mann.

Fjöruferð 27. mars 2020